Hafi fólk nennu til að millilenda í London eða annars staðar er þó hægt að komast ódýrt á skíði vel fram eftir vetri. Þar á meðal á þremur vinsælum en lítt þekktum ítölskum stöðum þar sem verðlag almennt er 25% til 35% lægra en á þekktari stöðum í næsta fjalli.
Það er verðmunur sem um munar fyrir fjölskyldurnar því góð skíðaferð fyrir fjóra skjagar langleiðina upp í eina milljón krónur með öllu.
Á þessum þremur stöðum er þó hægt að spara en sigla niður sömu fínu brekkurnar og annars staðar. Ekki þarf einu sinni að taka skíðin með því kaupa má pakka þar sem skíði fylgja með til leigu og jafnvel skíðapassar með.
Þessir staðir eru:
√ Montecampione – Lítt þekkt svæði nema meðal heimamanna sjálfra og þótt brekkurnar séu kannski örlítið flatari en á þekktari stöðum er líka verðið 30 prósent lægra. Gildir það um hótel, mat og alla þjónustu. Heimasíðan.
√ Piancavallo – Sami díll hér hvað verðlag snertir og það sem meira er þá er hægt að skíða hér nánast alla daga án þess að eyða mínútu í bið eftir afgreiðslu, lyftum eða öðru. Brekkurnar vissulega aðeins lakari en á lúxusstöðunum en hverju skiptir það fyrir venjulega skíðaáhugamann. Heimasíðan.
√ Presolana – Skammt frá Bergamo flugvelli sem notaður er ört af lágfargjaldaflugfélögum er þessi ágæti áfangastaður. Líkt og hinir fyrri er verðlag hér töluvert lægra en gengur og gerist og séu heilu fjölskyldurnar á ferðinni skiptir það töluverðu máli. Heimasíðan.