Nokkuð einstakt skeyti barst hluta viðskiptavina Wow Air fyrr í dag. Þar er farþegum í flug Wow Air frá Los Angeles tilkynnt að því miður séu tafir fyrirsjáanlegar á flugi þeirra. Gallinn sá að umrætt flug er eftir HEILA VIKU!!!

Stórkostleg þjónusta eða hörmulegur rekstur. Við ekki alveg viss hvort er. Skjáskot

Þó við hér séum bölvaðir nýgræðingar í tiktúrum flugfélaga höfum við aldrei áður rekist á eða fengið vitneskju um flugfélag sem varar viðskiptavini sína við töfum á flugi VIKU FRAM Í TÍMANN… 

Aflýsingu já, en töfum? Aldrei.

Bréfið atarna má sjá hér til hliðar. Þar tilkynnir Wow Air farþegum sem eiga flug þann 31. janúar 2018 um seinkun á fluginu. Seinkunin er tæknilegs eðlis 🙂

Þetta með ólíkindum. Við hér beggja blands hvort þetta sé stórkostleg þjónusta eða hörmulegur rekstur.

Það auðvitað stórkostleg þjónusta að vara viðskiptavini við veseni langt fram í tímann. En flugfélag sem ekki getur græjað varavél í flug með SJÖ DAGA FYRIRVARA á einfaldlega ekki að hafa flugleyfi.

Líklega má slá föstu að töfin sem Wow Air vísar hér til skiptir fleiri klukkustundum að lágmarki því annars væri flugfélagið varla að vara nokkurn við með margra daga fyrirvara. Einhver kann að undrast hvers vegna Wow Air varar farþega sína við með akkurat sjö daga fyrirvara. Það einfaldlega vegna þess að Evrópureglur kveða á um slíkt og með því að láta vita með þeim fyrirvara tryggir Wow Air að flugfélagið þurfi ekki að greiða fullar bætur annars.

Allt útpælt hjá Mogensen. Milljarðamæringurinn vill ekki greiða krónu meira en hann þarf samkvæmt lögum þó viðskiptavinir hans fái ekki tíma dagsins án þess að greiða fyrir. En algjör stínker að geta ekki reddað alvarlegri seinkun með sjö daga fyrirvara…