Það er æri góð ástæða fyrir að veislur Skúla Mogensen verða flottari og flottari með hverjum mánuði. Hann eyðir engu í þjónustu fyrir viðskiptavini sína.

Lág fargjöld svona af og til en engin þjónusta. Mynd Caribb

Það kemur lesendum Fararheill líklega ekki á óvart enda má á þeim vef fletta upp fleiri tugum dæma um þriðja heims þjónustu Wow Air flugfélags Skúla. En þar sem einn og einn nýliði villist hér inn er ekki úr vegi að benda á enn eitt hörmungardæmið um skort á þjónustu.

Svo vill nefninlega til að Wow Air týnir töskum farþega sinna nokkuð reglulega. Í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við það. Flugkerfi Wow Air er orðið æði flókið og flugfélagið notast við ódýrustu flugvallarþjónustu á hverjum stað fyrir sig. Af því leiðir eðlilega að töskur enda annars staðar en þær eiga að gera.

En það er algjör nýjung að flugfélag týni ekki bara töskum viðskiptavina heldur og týni eða glopri niður skeytum og kvörtunum þess efnis líka. Það er efni pistils á einum þekktasta neytendavef Bandaríkjanna, Elliott.org, en þar reyndi viðskiptavinur árangurslaust í níu vikur að fá bætur fyrir týnda tösku.

Í ljós kom að erfiðið var árangurslaust sökum þess að það vefkerfi Wow Air sem á að taka við og halda utan um kvartanir virkaði ekki sem skyldi, og virkar kannski ekki enn, og því komust óskir um aðstoð aldrei alla leið til flugfélagsins. Það þrátt fyrir að viðkomandi hafi hringt, sent fjölmörg skeyti og eytt verulegum tíma með indverskum “þjónustufulltrúum“ Wow Air. En í þessu tilfelli sagði tölvan NEI.

Allra verst er að þjónusta Wow Air er svo mósambísk að hvergi nokkurn staðar má finna upplýsingar um að kvörtunarkerfi Wow Air virki ekki sem skyldi. Ekki á vef Wow Air, ekki á erlendum vefum Wow Air, ekki á samfélagsmiðlum Wow Air og ekki í fréttatilkynningum Wow Air.

Fyrirtækið er sem sagt að fela þá staðreynd að engar kvartanir berast fyrirtækinu vegna galla í tölvukerfi. Sem eru frábærar fréttir fyrir þær þúsundir farþega Wow Air sem lenda í veseni vegna eins eða annars í hverjum mánuði.

Það þarf að senda Skúla Mogensen á námskeið í mannlegum samskiptum ef einhver spyr okkur. Hann virðist alveg lost í að græða peninga og gleyma öllu öðru. Nánar hér.