Það er óhætt að gera þá kröfu á flugfélög sem stimpla sig lággjaldaflugfélög að slík bjóði lægsta verð á ferðum hingað og þangað. Í það allra minnsta samkeppnishæf fargjöld. Það er ekki raunin varðandi Wow Air til Alicante í sumar.

Wow Air ekki að bjóða neina díla til Alicante í sumar. Samsett mynd

Það ágæta fólk sem bókað hefur með Wow Air til þessa vinsæla áfangastaðar á Spáni hefur að öllum líkindum borgað verulega umfram það sem þarf. Í það minnsta ef við miðum við úttekt okkar á fargjöldum til Alicante á nokkrum dagsetningum næsta sumarið.

Til Alicante hefur Wow Air þrátt fyrir allt samkeppni og sá samkeppnisaðili er að rúlla Wow Air sundur og saman og það glottandi líka þegar kemur að fargjöldum. Það flugfélag er Primera Air.

Þetta sést glögglega á meðfylgjandi töflu en þar listum við fargjald aðra leið til Alicante með báðum flugfélögum á fimm mismunandi dagsetningum. Þar miðað við lægsta fargjald á hverri dagsetningu fyrir sig og hér mikilvægt að hafa hugfast að EKKERT er innifalið lengur hjá Wow Air meðan viðskiptavinir Primera Air geta enn haft með sér tíu kílóa handtösku án aukagjalds. Munurinn er því enn meiri þegar tillit er tekið til þess.

Nú er ágætt að muna að Primera Air kemur yfirleitt illa fram við þá viðskiptavini sína sem telja á sér brotið á einhvern hátt. Til dæmis þá staðreynd að flugfélagið hafnar í öllum tilvikum öllum bótakröfum á hendur fyrirtækinu jafnvel þó fyrirtækið tapi nánast öllum slíkum kröfum þegar á hólm er komið. Um það má lesa hér.

Það breytir ekki því að þau okkar sem ekki eigum í frændsambandi við Panamaplebbann Bjarna Benediktsson og verðum að sætta okkur við skítalaunin í skítadjobbinu okkar er fátt annað í boði þegar flýja skal á frí en grípa lægsta verð sem í boði er. Þar er Primera Air að bjóða töluvert betur en lággjaldaflugfélag Skúla Mogensen.

* Úttekt gerð kl. 21 þann 17. febrúar 2017. Leitað hjá báðum samtímis að lægsta fargjaldi aðra leið. Á tveimur dagsetningum er ekki flogið sama dag svo við miðuðum við daginn áður eða daginn eftir. Ekkert innifalið hjá Wow Air en handfarangur með hjá Primera Air.