Skip to main content

Síðla ágústmánaðar árið 2018. Öll flugfélög heims hafa, á þessum tímapunkti, planað og auglýst allar vetrarferðir sínar langt fram á næsta ár. Sökum þess má ganga út frá því sem vísu að „tímabundið” stopp Wow Air til Miami á Flórída sé ekki lengur tímabundið.

Miami á Flórída er skrambi skemmtileg borg. En þangað ekkert beint flug þennan veturinn. Mynd C.Russell

Áhugasamir um flug til sólríkra paradísar á Flórídasakaganum verða að láta sig hafa flug með Icelandair til Orlandó eða Tampa. Samkeppnisaðilinn, Wow Air, virðist alfarið hafa gefist upp ef marka má bókunarvef flugfélagsins. Þar finnst hvorki Miami né nokkuð annað reglulegt flug til Flórída.

Engar stórfréttir svo sem. Þrátt fyrir stór orð vorið 2017 um reglulegt flug þrisvar í viku til og frá Keflavík og Miami felldi flugfélagið reglulega ferðir niður strax ári síðar. Án þess þó að segja af eða á hvort um tímabundið stopp væri að ræða eður ei.

Alas, nú liggur það fyrir. Ekkert Flórídaflug hjá Wow Air þennan veturinn.