Ferðaþyrstir eiga að vita að héðan er flogið beint til Washington með Icelandair. Það vill stundum gleymast að þessar tvær borgir eru skammt frá hvor annarri og kjörið að slá tvær flugur í einu höggi. Sérstaklega þegar dýrindis matur og vín og bjór eru í boði á sértilboðsverði.

Matur og drykkur mannsins megin í Maryland. Mynd F&W
Matur og drykkur mannsins megin í Maryland. Mynd F&W

Það er raunin tvisvar á ári þegar Wine & Food hátíðir eiga sér stað í ríkinu. Annars vegar seinnipart aprílmánaðar í National Harbor rétt til suðurs af Washingtonborg og hins vegar í júní í Baltimore.

Slíkar hátíðir eru haldnar víða í borgum heimsins og ekki hvað síst í borgum Bandaríkjanna en þær misgóðar og stórar og þessi ákveðna hátíð þykir með þeim betri. Ástæðan að hluta til sú að sem mekka stjórnmála í landinu eru hér miklir peningar sem aftur dregur að sér færustu kokka og barmeistara. Þeir láta margir ljós sitt skína á þessari hátíð.

Hér greiða menn aðgangseyri og njóta að því loknu matar og drykkja nánast ótakmarkað þann tíma sem hátíðin stendur þó reyndar hafa verði í huga að hér er mikill mannfjöldi og biðraðir geta verið langar. En skrambi góð hugmynd ef þú finnur þig á þessum slóðum á réttum tíma að prófa vinsæla nýja rétti og bragða þann mjöð sem framleiddur er á þessum slóðum.

Allt um hátíðina hér.