Flugfélög heimsins hafa alla anga úti í harðri samkeppninni og þá sérstaklega þau stóru sem glíma flest við mikla rekstrarerfiðleika. Tvö þeirra bjóða nú farþegum sínum að velja sér sætisfélaga gengum samskiptamiðla áður en flugið hefst.

Eru þetta hið hollenska KLM og Malaysian Airlines sem hafa tekið upp á þessu og er við pöntun hægt að tengjast þeim er bókað hafa sama flug og velja þannig þá sætisfélaga sem hver og einn vill. Deila má um hvort hugmyndin er góð en viðtökur hafa verið góðar.

En sum flugfélög ganga enn lengra. Þannig býður lágfargjaldaflugfélagið Air Asia X viðskiptavinum sínum einnig upp á að velja heila sætisröð út af fyrir sig ef því er á annað borð til að skipta.

Sá sem þannig tryggir sér sætaröð getur í raun lagt sig og notið ferðarinnar eins og á fyrsta farrými sé að ræða. Næstum því. En vitaskuld kostar það extra.