Sextán prósent bakpokaferðalanga segjast hafa stundað kynlíf meðan á dvöl á gistiheimilum stóð samkvæmt nýrri könnun Hostelbookers.

Þröngt og oft illa lyktandi en kynlíf á farfuglaheimilum virðist heilla marga
Þröngt og oft illa lyktandi en kynlíf á farfuglaheimilum virðist heilla marga

Kemur þetta spánskt fyrir sjónir margra enda bjóða fæst gistiheimili upp á nokkurt næði eða aðstöðu til þess arna. Þvert á móti eru vandfundnir slíkir gististaðir þar sem sex til tólf manns er ekki troðið saman í eitt og sama herbergið sem yfirleitt er vel þröngt líka.

Af þeim fimmtán þúsund bakpokaferðalöngum sem þátt tóku í könnuninni er þessi tala ekki aðeins afar há heldur sögðu 73 prósent svarenda að þeir myndu aldrei segja frá ef svo hefði verið.

Kannski gistiheimili séu meðal þeirra staða sem fólki finnst spennandi að eiga mök einmitt vegna þess hve erfitt er að komast upp með slíkt án þess að til sjáist.