Sjö mínútum eftir að Fararheill.is birti fregn þess efnis að Wow Air hefði að líkindum sett nýtt og „vafasamt“ met birtir mbl.is frétt sama efnis. Mogginn sleppir þó þessu neikvæða og birtir heila auglýsingu um stórkostlegheitin.

Fréttamiðlar eiga eðli máls samkvæmt að vera gagnrýnir á menn og málefni. En ekki mbl.is

Horfin sú tíð virðist vera er blaðamönnum var innrætt að vera gagnrýnir á menn og málefni. Það er jú ekkert „fjórða valdið“ ef blaðamenn sleikja gagnrýnislaust upp fyrirtæki og stjórnmálamenn eins og vændiskona á vinnutíma.

Líkurnar á að 19 ára gamall kvöldmaðurinn á vaktinni hjá mbl hafi fundið Flightradar24 öðruvísi en sjá grein okkar eru sirka núll prósent. Reglan í blaðamennskunni sú að geta þess hvar blaðamaður fékk jafnvel minnsta nasaþef af hugsanlegri frétt.

En í stað þess að vitna í stærsta ferðamiðil landsins hringir blaðamaðurinn í upplýsingafulltrúa Wow Air sem segir starfsfólk Wow Air spennt eins og barn á aðfangadag að fá „metið“ staðfest. Svona til að bæta um betur listar starfsmaður mbl upp dásemdir Airbus flugvéla eins og beint upp úr fréttatilkynningu frá Airbus.

Varla furða að lesendur mbl.is á degi hverjum slefi varla yfir 30 þúsund notendur. Fátt þar nema sleikjuskapur og Smartlandið með typpa- og píkusögur. Allt stöffið sem skiptir okkur máli (ekki.)