Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn var að senda okkur skeyti. Sem og öðrum þeim er á póstlista þessarar ferðaskrifstofu eru. Okkur tilkynnt að ALLRA ALLRA síðustu sætin í sólina þetta sumarið séu að seljast upp.

Myndi ELKO auglýsa síðustu sjónvarpstækin til sölu á miðju HM? Varla.
Myndi ELKO auglýsa síðustu sjónvarpstækin til sölu á miðju HM? Varla. Heldur panta fleiri tæki.

Pálmi Haraldsson, eigandi Úrval Útsýn, ætti kannski að nefna við starfsfólk sitt að árið sé 2014 en ekki 1973. Ólíkt því sem áður var þegar ein eða tvær innlendar ferðaskrifstofur réðu lögum og lofum um hvert Íslendingar færu í fríin sín þá er öldin aðeins önnur í dag.

Ekki aðeins er enn eftir tonn af sólarferðum hjá öðrum ferðaskrifstofum heldur og hefur aldrei verið auðveldara fyrir almenning að græja sín eigin ferðalög. Sólarferðalög meðtalin.

Tilkynning um ALLRA ALLRA síðustu sætin hefur vafalaust haft áhrif hér þegar Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna og enginn innlendingur vissi að til væri ostur kenndur við Feta. En varla lengur. Þvert á móti er það ævintýralega lélegt af stórri ferðaskrifstofu að klára sólarferðir sínar um mitt sumar. Hugmyndin er jú að eiga til þá vöru sem er auglýst samkvæmt markaðsfræði 101.