Tvískinnungurinn ríður ekki við einteyming í Bretlandi. Samtök þarlendra flugfélaga hafa farið fram á við stjórnvöld að blátt bann verði lagt við því að viðskiptavinir geti haft með sér, og drukkið, áfengi um borð í breskum vélum.

British Airways eitt þeirra bresku flugfélaga sem vilja bann við drykkju um borð – nema áfengið sé selt um borð…

Góðu heilli engin tilviljun að Bretar, sem fyrir hálfri öld, réðu ríkjum á hálfum hnettinum með harðræði og fantaskap, eru á hraðri niðurleið og svo gæti farið á næstu árum að ekkert verði Bretland lengur heldur aðeins Írland, Wales, Skotland og England.

Gott dæmi um hálfvitalegan hugsunarhátt er krafa breska flugfélaga um að banna farþegum sínum að neyta þess áfengis um borð sem keypt er í fríhöfnum flugstöðva. Ástæðan sögð vera að koma í veg fyrir ofdrykkju og drykkjulæti um borð og ennfremur til að stemma stigu við ólátabelgjum almennt.

Gott og blessað. Enginn vill ofdrykkju og þaðan af síður drykkjulæti um borð í stáltúbu sem er fjóra kílómetra uppi í loftinu.

En hér eins og alltaf með Bretana hangir lúsugur lax á spýtu.

Flugfélögin vilja nefninlega ekki alfarið banna drykkju áfengis um borð heldur aðeins drykkju áfengis sem keypt er tollfrjálst í flugstöðvum áður en haldið er af stað. Engin krafa um að flugfélögin sjálf hætti að selja áfengi um borð og eðlilega enda þeir Bretar teljandi á fingrum einhents manns sem ekki fá sér í flugi.

Það sem virðist því vera við fyrstu sýn ósk flugfélaga um að vernda farþega sína og öryggi í flugi reynist bara vera tilraun til að græða meira á sölu um borð.

Týpískur breskur viðbjóður og engum skal koma á óvart að undirtektir við þessari ósk flugfélaganna hafa verið engar.