Skip to main content

Nú er lag að verða sér úti um ansi dægilega haustferð og njóta sólar og sérþjónustu í október á grísku eynni Korfu í vikustund og það niður undir 80 þúsund krónur á mann. 

Korfu er önnur stærsta eyjan við Grikkland. Nógu stór til að hægt sé að flakka aðeins um fái fólk nóg af sólböðum og sundlaugum. Mynd Ion Sky

Korfu er önnur stærsta eyjan við Grikkland. Nógu stór til að hægt sé að flakka aðeins um fái fólk nóg af sólböðum og sundlaugum. Mynd Ion Sky

Breska ferðaskrifstofan Broadway Travel hefur slegið nokkuð af tilteknum ferðum sínum frá Bretlandi til Korfu í þeim mánuði en í þeim er dvalist á fjögurra stjörnu hóteli með öllu inniföldu í Nissaki fyrir rétt rúmar 57 þúsund krónur á haus miðað við tvo. Hlaupi fólk til og bóki líka flug út og heim aftur nú meðan Wow Air er að bjóða slíkt niður í tíu þúsund krónur hvora leið er hægt að sleikja gríska sól í töluverðum lúxus fyrir 80 þúsund krónur.

Rúsínan í þessum pylsuenda er annars vegar að þessar ferðir eru í boði frá allnokkrum flugvöllum Bretlandseyja og hins vegar að í boði er að næla sér í betra og stærra herbergi sé það til á annað borð án aukagjalds. Þá eru innifaldar ferðir til og frá flugvelli líka.

Tilvalið að bjóða sjálfum sér og makanum upp á eitthvað notalegt og búa sig andlega undir veturinn hér heima brún á hörund og með bros á vör.

Nánar hér.