Við rákumst á sérdeilis fína en ódýra ferð til Rhodos í Grikklandi sem við verðum að deila með ykkur. Allt innifalið á fínu hótel á fínum stað á vel innan við 200 þúsund krónur á parið.

Einn af mörgum góðum stöðum á eynni Rhodes er Kolymbia.
Einn af mörgum góðum stöðum á eynni Rhodes er Kolymbia.

Það er bresk ferðaskrifstofa sem er að gefa feitan afslátt á tilteknum ferðum sínum til Rhodos þar sem gist er á fjögurra stjörnu hóteli, Anavadia, og matur og drykkur innifalinn í verði alla ferðina. Um er að ræða ferðir í maí og september.

Prísinn fyrir herlegheitin á tilteknum dagsetningum er aðeins 59 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman plús þá 30 þúsund eða svo á mann frá Íslandi til Englands og til baka. Alls gróflega samtals 180 þúsund íslenskar krónur eða svo og þykir æði vel sloppið fyrir viku sólarsamba á Rhodos.

Allt um þetta hér en hringja þarf á staðinn til að bóka.