Óvíst er hvort þú kannast við karabísku eyjuna St.Lúcía sem ekki ýkja langt frá kannski öllu þekktari Barbados á mörkum Karíbahafs og Atlantshafs. Þangað er komist í vikulanga toppferð í september fyrir vel undir 500 þúsund fyrir parið.

Með fallegri eyjum í Karíbahafinu og töluvert við að hafa líka.
Með fallegri eyjum í Karíbahafinu og töluvert við að hafa líka.

Það er öllu lægra verð en gengur og gerist til St.Lucia og sjálfsagt að grípa gæsina enda lofar hún góðu. Flug frá Gatwick beint á staðinn og þar gist í fjögurra stjörnu dvalarstað undir glimrandi sólinni með öllu inniföldu í sjö nætur.

Þessi túr er nú mögulegur á mörgum dagsetningum í september niður í 204 þúsund krónur á mann eða 408 þúsund á parið plús 60 til 70 þúsund fyrir flug héðan til Bretlands og heim aftur. Sem sagt undir hálfri milljón króna sem er 50 til 100 þúsund krónum lægra verð en almennt gerist.

Ekki aðeins er gististaðurinn frábær með toppdóma heldur og engir aukvisar að bjóða flugið og ferðina. Það er British Airways þar sem bóka má pakkann núna ef þú kærir þig um. Muna bara að hafa góðan tíma milli flugsins héðan til London og brottfarar til karabíska.

Allt um málið hér.