Flest okkar njóta einhverra frídaga um páskana og margir grípa þá tækifærið til að eyða tíma erlendis. Sem er indælt en 40% til 80% dýrara en fyrir eða eftir páska.

Meðalhiti á Costa Brava í apríl er um fjórtán gráður og hoppar upp í 20 þegar best lætur. Mynd Serge Costa
Meðalhiti á Costa Brava í apríl er um fjórtán gráður og hoppar upp í 20 þegar best lætur. Mynd Serge Costa

Því miður eiga fleiri páskafrí en Íslendingar. Það eiga Evrópubúar flestir auk annarra og þeir margir líka orðnir þreyttir á vetrarveðri og kuldum. Það er því engin tilviljun að flugfélög og gististaðir hækka verð verulega yfir þennan tíma enda vita allir sem er að eftirspurn kringum þann tíma er langtum meiri en framboð.

Sem er allt í lagi ef þú átt seðla á bók en heldur illa farið með fé. Það er nefninlega stundum hægt að díla við stjórnendum og yfirmenn um að færa páskafrídaga og fara fyrir páska eða strax eftir páska. Rannsóknir á Spáni og Ítalíu hafa sýnt að verðlag lækkar strax að loknum páskum um þetta 40 til 80 prósent á ferðum og gistingu.

Dæmi um þetta má finna á ferðatilboðsvefnum Travelbird þessa stundina. Þar er til sölu vikutúr frá Bretlandi til strandbæjarins Malgret de Mar á Costa Brava á Spáni á þriggja stjörnu hóteli með hálfu fæði fyrir 50 þúsund krónur á parið. Sem merkir að ef við gefum okkur 25 þúsund krónur á mann fram og aftur til Bretlands kostar sama ferð íslenskt par eða hjón um hundrað þúsund krónur. Það er tæplega 40 prósenta afsláttur frá hefðbundnu verði í Bretlandi. Reyndu að finna slíkt tilboð yfir páskadagana.

Nánar hér.