Fjórtán dagar. Fjögur flott hótel. Allt flug og farangur og þrjú dásamleg lönd í einni runu. Allt fyrir rúmlega 250 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman.

Hoi An í Víetnam er fantagóður sólarstaður og þar tonn af forvitnilegum hlutum að sjá og upplifa.

Hér um að ræða sérdeilis fína ferð fyrir forvitna sem þó kjósa að hafa fararstjóra til halds og trausts á ókunnum slóðum. Dvalið er í Hanoi í Víetnam, Luang Prabang í Laos og Siem Riep í Kambódíu áður en við tekur fimm daga sól og sæla í Hoi An í Víetnam svona til að ná góðri slökun áður en haldið er heim á ný.

Fararstjórinn er enskur sem og ferðaskrifstofan sem ferðina skipuleggur en túrinn atarna er í boði hjá vefmiðlinum Secret Escapes með haustinu niður í 466 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Þar ofan á bætast u.þ.b. 30 þúsund krónur fyrir flug til London og heim aftur frá London og við því að tala um rétt rúmlega 250 þúsund krónur fyrir allan pakkann á manninn. Svona svipað dýrt og beisik sólarferð til Mallorca.

Um að gera að slá þrjár flugur í einu höggi fyrir lítið og enginn þarf að efast um að leiðindi í slíkri ferð eru ómöguleg með öllu.

Allt um þetta hér.