Sé för heitið útfyrir þægindarammann í næsta ferðalagi erlendis skiptir öllu máli að ganga úr skugga um að allir séu eins öruggir um líf og heilsu og kostur er.

Staðreyndin er sú að illa gengur baráttan gegn lömunarveikinni illræmdu, políó, og hana getur hver sem er fengið mjög víða um heiminn. Hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Center for Disease Control í Bandaríkjunum báðar sérstaklega varað við aukinni smithættu í mörgum löndum heims.

Lömunarveiki smitast oftast nær með menguðu vatni eða mat og er lífshættulegur sjúkdómur sem getur í verstu tilfellum valdið lömun og dauða í kjölfarið. Er hættan enn meiri hjá smáfólkinu en þeim sem eldri eru.

Skal undantekningarlaust fá sé bóluefni áður en lagt er í ferðalög á framandi slóðir en lömunarveiki er vandamál í ríkjum á borð við Indland, Rússland, Kenía, Georgíu auk fjölmargra ríkja Afríku og Asíu.