Eitt af betri flugfélögum þessa heims er Virgin Atlantic og bæði getur Fararheill vottað það persónulega en um það bera líka vott umsagnir viðskiptavina á netmiðlum og ekki síður verðlaun sem flugfélagið hefur fengið gegnum tíðina. Nú er vetrarútsala á ferðum þeirra.

Langt út í heim á lægra verði. Skjáskot
Langt út í heim á lægra verði. Skjáskot

Af ýmsu að taka þar á bæ sem kannski nýtist einhverjum þarna úti sem dreymir um staði aðra en Tenerife og Kanarí eða skemmri borgarferðir þennan veturinn. Hong Kong kannski? Cape Town? Barbados? Allt eru það staðir í beinu flugi Virgin svo aðeins fáir séu nefndir.

Verðlag á ferðum ekki í lággjaldakantinum en sannarlega samkeppnishæf við lægstu verð á lengri flugferðum.

Allt um málið hér.