Ólíkt öllum öðrum aðilum þarna úti sem nota hvert tækifæri til að ota eigin tota og græða í leiðinni er aðeins einn ferðavefur sem hugsar um annað en rassgatið á sjálfum sér. Þess vegna bendum við ykkur á að spara má góðan pening næstu mánuði af bílaleigubílum víðast hvar í Evrópu.

Þvælingur um Evrópu á næstunni? Kíktu á vef Hertz sem er með ágæta vetrarútsölu. Mynd Frankenspotter Photography
Þvælingur um Evrópu á næstunni? Kíktu á vef Hertz sem er með ágæta vetrarútsölu. Mynd Frankenspotter Photography

Nánar tiltekið hjá bílaleigunni Hertz sem er að bjóða aukalegan 25 prósenta vetrarafslátt af bílaleigubílum fram í apríl. Það gildir um alla bíla á völdum stöðum í álfunni en er alls staðar í boði í vinsælli borgum eins og París, Berlín, München, London og mun víðar.

Sannarlega ágæt kjör og gott að muna að víða í Evrópu eru bílaleigubílar á mun lægra verði en hérlendis. 25% ofan á það er bara snilld.

Afslátturinn gildir ekki nema bókað sé beint gegnum Hertz og gildir til dæmis ekki gegnum bílaleiguleitarvélar sem margir bjóða orðið upp á. Bóka þarf fyrir lok janúar.

Meira hér.