Þá er orðið ljóst hvaða hótel og gistiheimili Íslendingar ættu að forðast í Englandi. Niðurstöður könnunar um verstu hótelin 2010 sem vefmiðillinn Tripadvisor stóð fyrir meðal lesenda sinna sýnir að enn finnast hótel sem geta ekki flokkast undir neitt annað en viðbjóð og það í miðri London.

Spennandi? Varla. Matsalur versta hótels London.
Spennandi? Varla. Matsalur versta hótels London.

Verst þótti að gista á Cromwell Crown í London. Þar kostar nóttin sjö þúsund krónur og ýmis miður góð fríðindi fást með herberginu. Rúmlega 80 af 101 sem alls gáfu einkunn gáfu því feita falleinkunn.

Listinn er annars svona fyrir þá sem hyggjast gista í London á næstunni:

  1. Cromwell Crown
  2. Corbigoes Hotel
  3. Eden Plaza Hotel
  4. Hanover Hotel
  5. Rose Court Hotel
  6. Gresham Hotel Bloomsbury
  7. Park Hotel