Skip to main content
Tíðindi

Vel smurt á hjá GB Ferðum

  14/12/2011desember 7th, 2014No Comments

Ritstjórn Fararheill stendur alltaf í þeirri trú að ferðaskrifstofur landsins séu að gera sitt besta og bjóða viðskiptavinum sínum eins góð kjör á ferðum og frekast er unnt. En stundum er óhætt að efast.

Ritstjórn rak augun í nýja borgarferð ferðaskrifstofunnar GB Ferðir. Þar er auglýst einstök upplifun í nýju glæsihóteli í borginni Frankfurt í Þýskalands í þrjár nætur í janúar og mars.

Fyrir herlegheitin, beint flug og gistingu með morgunverði, skal greiða 119.000 krónur á mann miðað við tvíbýli. Samtals 238.000 krónur fyrir par eða hjón.

Stikkprufa ritstjórnar leiðir í ljós að nákvæmlega sams konar ferð, 2.-5. mars með sama flugfélagi og á sama hóteli, fæst töluvert ódýrari með tveimur stoppum á netinu.

Annars vegar hjá Icelandair þar sem fargjald 2.- 5. mars til Frankfurt kostar 45.580 á mann. Hins vegar hjá HotelsCombined sem finnur gistingu þessu daga á Jumeirah hótelinu á 70.217 krónu. Slík ferð kostar á mann 80.715 krónur eða 161.430 samtals fyrir tvo.

Munurinn nemur litlum 76.570 krónum  eða 38.285 krónum á mann.