Heita má víst að einhverjir Íslendingar séu á eða á leiðinni til hinnar yndislegu Balí í Indónesíu enda þykir okkur ekki síður mikið þeirrar eyju koma en öðrum. Þeir hinir sömu ættu að hafa varann á. Ástralía varar nú þegna sína við hugsanlegum hryðjuverkum á eynni.

Hryðjuverk ekki óþekkt fyrirbæri á Balí. Mynd InfoIndonesia
Hryðjuverk ekki óþekkt fyrirbæri á Balí. Mynd InfoIndonesia

Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem það gerðist. Ekki þarf lengra aftur en til ársins 2002 til að finna dæmi um hryllileg hryðjuverk á eynni þar sem ferðafólk var skotmarkið. Þá létust 202 einstaklingar í sprengingu á vinsælum írskum bar í bænum Kuta.

Ástralir eru reyndar ekki að einskorða viðvörun sína við Balí heldur segja hættu mikla á árásum alls staðar í Indónesíu. Fyrir sitt leyti hafa stjórnvöld í Jakarta stóraukið eftirlit og fjölgað lögreglu- og hermönnum á vakt. Það má því ljóst vera að þeir hafa eitthvað fyrir sér.

Farið varlega þarna úti.