Ekki er svo með öllu gott að ekki fylgi eitthvað slæmt. Það má sannarlega segja um netaðgengi sem fæst nú í fjölmörgum millilandaþotum í heiminum.

Hætta er sannarlega til staðar að óprúttnir komist í stjórnkerfi flugvéla með netaðgangi.
Hætta er sannarlega til staðar að óprúttnir komist í stjórnkerfi flugvéla með netaðgangi.

Vefmiðillinn Wired greindi frá því fyrir skömmu að engu minni aðili en bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefði það miklar áhyggjur af því að tölvuhakkarar geti komist í stjórnkerfi farþegaflugvéla að stofnunin sendi bandarískum flugfélögum sérstakt erindi vegna málsins og varað sérstaklega við hættunni.

Fararheill fjallaði um málið hér fyrir nokkru síðan eins og lesa má um hér en margir hafa ekki kippt sér upp við þessar upplýsingar mikið. Það er jú einhvern veginn út úr kú að einhver feitlaginn tölvukall í Fjarskaburtustan geti tekið yfir stjórn á farþegaþotu sýnist honum svo.

Ágætt er að muna að ekki eru nein dæmi um að þetta hafi verið reynt eða í það minnsta ekki svo vitað sé en sýnt hefur verið fram á að þetta er fræðilega hægt og það er einmitt netaðgengi sem gefur hökkurum aðganginn sem þeir þurfa.

Netaðgengi er í mörgum vélum Icelandair en ekki í boði enn sem komið er hjá Wow Air ef litið er hingað til lands. En erlendis er varla neitt flugfélag með flugfélögum sem ekki býður net á flugi lengur. Sú þróun mun halda áfram.