Allir eru vondir við okkur segir forstjóri Icelandair sem gagnrýnir ríkisfyrirtækið Ísavía harkalega fyrir að gefa bágt stöddu Wow Air greiðslufrest á flugvallargjöldum. Það skekki samkeppni að mati forstjórans.

Okkur skilst að forstjóri Icelandair sé svo mikill frostpinni að Ísbíllinn hafi gert honum tilboð. Allavega ljóst að hann er með gullfiskaminni..

Það var og. Hinn botnfrosni Bogi Nils Bogason, stjóri Icelandair, ætti að skella sér á eitt námskeið sem allra fyrst. Námskeiðið: Tugmilljarðar króna sem íslenska ríkið hefur sparað Icelandair á allra síðustu árum. Og steinhalda kjafti í kjölfarið.

Eða er Bogi Nils búinn að gleyma því að íslenska ríkið henti hundruðum milljóna af skattfé til Icelandair á sínum tíma til að „kynna land og þjóð erlendis?” Er Bogi Nils búinn að gleyma að íslenska ríkið stöðvaði verkföll starfsfólks Icelandair af því að fyrirtækið réði ekki við eitt né neitt? Er Bogi Nils búinn að gleyma öllum þeim hindrunum sem Icelandair kom á legg á sínum tíma til að koma í veg fyrir að Wow Air næði flugi?

Jamm, sennilega er kappinn búinn að gleyma enda með gullfiskaminni eins og helmingur þjóðarinnar…

Að því sögðu er auðvitað ekki eðlilegt að ríkisfyrirtæki gefi einu tilteknu einkafyrirtæki pass á að greiða skatta og skyldur. Jón Jónsson í Grafarholtinu og Jóna Jónsdóttir á Breiðdalsvík fá enga pásu að greiða sína skatta þó hart sé í ári.