Mikið óskaplega væri gaman ef eina stofnun landsins sem fylgist með að ekki sé svindlað og svínað á okkur gegnum auglýsingar kíkti nú augnablik á ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn. Eigandinn áður og ítrekað svindlað á íslenskum neytendum og sá sem er einu sinni svindlari verður alltaf …

Hreint ekki allt sem sýnist hjá Úrval Útsýn. Skjáskot

Það er reyndar líklegra að risaeðlur gangi á jörðinni að nýju en að einhver hjá Neytendastofu reki hausinn upp úr koddanum, þurrki slefið af kinninni og fari að gæta hagsmuna neytenda. En það má alltaf vona 🙂

Í öllu falli erum við hér með enn eitt dæmið um svindlerí Úrval Útsýn. Svona ef einhver hjá Neytendastofu er vakandi og vill skoða nánar tökum við þetta hænuskref fyrir hænuskref.

Byrjum á þessu:

Þessi ágæta auglýsing prýddi forsíðu vefs ítalska dagblaðsins El Repubblica um klukkan 20 þann 16. október 2017. Nokk heillandi ekki satt. Kanarítúr undir 50 þúsund krónum á mann miðað við fjölskyldu!!!

Skref 2 var að „klikka“ á auglýsinguna til að forvitnast nánar um þessa hræbillegu ferð og hvort smátt letur væri einhvers staðar að finna. Þetta hljómar nefninlega of gott til að vera satt.

Þá fengum við þessa síðu:

Þrír áfangastaðir í boði á „rauðum dögum“ þetta kvöldið. Gran Canaria, Tenerife og Alicante. Eða reyndar aðeins tveir þegar grannt er skoðað. Ekkert sértilboð skilaði sér vegna ferða til Alicante, Albir eða Benidorm.

Fyrir þá sem sjá illa þá er ein ferð í boði til Gran Canaria 28. nóvember og verð á mann frá 68.544 krónum. Tvær ferðir í boði til Tenerife hins vegar. Annars vegar 22. nóvember og verð frá 93.246 á kjaft og hins vegar þann 29. nóvember fyrir 45.393 krónur á mann.

Loksins var tilboðið góða fundið og það meira að segja á LÆGRA verði en Úrval Útsýn auglýsir. 45 þúsund krónur var lægri upphæð en 49 þúsund þegar við hér lærðum stærðfræði í denn og hafi það breyst eitthvað hefur það skeyti farið framhjá okkur.

Skref þrjú auðvitað að „klikka“ á þetta fantagóða tilboð til Tene þann 29. nóvember. Þá birtist langur listi yfir hótel í boði umræddan tíma fyrir á verði fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Það er hér sem hundurinn liggur sár og svekktur.

Við tókum skjáskot af allri síðunni, svona ef Neytendastofu er ekki slétt sama um svínarí, en hér látum við nægja að birta LÆGSTA VERÐ í boði þegar gisting er tekin með í reikninginn:

Hmmm.

Allra lægsta verð á ferð til Tenerife með Úrval Útsýn þann 29. nóvember fyrir fjögurra manna fjölskyldu reynist EKKI vera rúmar 45 þúsund á mann og hvað þá rúmar 49 þúsund á haus eins og upprunaleg auglýsing gefur til kynna.

Ekki aldeilis. Áhugasamar fjölskyldur þurfa að greiða svindlaranum Pálma Haraldssyni rúmar 67 þúsund krónur á kjaft að lágmarki. Það er svo lítið sem SJÖTÍU ÞÚSUND KRÓNUM dýrara en auglýst er í skjáauglýsingum Úrval Útsýn á netinu!!!

Í guðanna bænum hættið að eiga viðskipti við svindlara, framsóknarmann og almennan skítaplebba. Einu sinni svindlari ….

PS: Slík vinnubrögð brjóta íslensk lög og gott mál ef herrar og frúr hjá Neytendastofu leggi nú feita sekt á ferðaskrifstofu herra Haraldssonar. Hann skuldar okkur almenningi tugmilljarða króna.