Einhver gæti haldið að eins og með aðra fákeppnismarkaði á þessu litla landi okkar skipti ekki höfuðmáli hjá hvaða ferðaskrifstofu fólk bókar fríið til Tenerife. En eins og úttekt okkar á ferðum Heimsferða annars vegar og Úrval Útsýn hins vegar sýnir þá getur það margborgað sig.

Sömu ferðir, sama þjónusta en allt önnur verðlagning.
Sömu ferðir, sama þjónusta en allt önnur verðlagning.

Við litum á tilboð beggja aðila í vikutúr til Costa Adeje á Tenerife í aprílbyrjun á næsta ári. Hundrað prósent samanburður ekki mögulegur þar sem ferðir þeirra eru ekki alveg á sama tíma en sömu hótel mikið til í boði hjá þeim báðum með sams konar þjónustu. Vikuferðir Heimsferða voru milli 2. og 9. apríl en ferðir Úrval Útsýn frá 29. mars til 5. apríl. Ferðirnar ýmist með engu fæði, hálfu eða öllu inniföldu en samanburður ávallt á gistingu með sömu þjónustu.

Í ljós kemur að í sex tilvikum af sjö alls er ferðaskrifstofan Heimsferðir að bjóða lægra verð á pökkunum en Úrval Útsýn og munar merkilega miklu í stöku tilfellum eins og sjá má hér að neðan.


Hér munar ótrúlega háum upphæðum á köflum eða allt að 50 þúsundum fyrir sömu vöruna. Ef það er ekki peningur sem flesta munar um má ritstjórn Fararheill hundur heita.

* Úttekt gerð kl. 17 þann 16. október 2016 hjá báðum aðilum samtímis. Í öllum tilfellum sams konar herbergi með sömu þjónustu.