Svona vanvitar á borð við þá sem skrifa á Fararheill hafa lengi haldið að góð þjónusta sé aðalsmerki hvers fyrirtækis. Að koma eigi fram við viðskiptavini af heilindum og skapa þannig traust og langt viðskiptasamband. Skúli Mogensen hefur þó aðrar hugmyndir.

Þjónusta verður ekki mikið lakari en þetta… Skjáskot Twitter

Víst er Mogensen borinn á gullstól þessi dægrin. Allt sem kappinn snertir verður að gulli og grænum og sagt er að sundlaugin í kjallaranum á einu af mörgum einbýlishúsum hans sé beinlínis full af hundrað krónu peningum.

Með tilliti til þessara vinsælda má ljóst vera að okkar hugmyndir um að viðskiptavinurinn sé númer eitt öllum stundum er bara úrelt klisja úr gömlum skólabókum. Miklu meira upp úr því að hafa að þjónusta viðskiptavininn alls ekki neitt. Plús auðvitað að vera valinn viðskiptamaður ársins hjá Frjálsri Verslun eins og annar spekingur sem veit ekki hvað þjónusta er þó hún dytti á hausinn á honum. Þar auðvitað um að ræða son hins stórfurðulega Ingólfs Guðbrandssonar sem nú rekur Heimsferðir og Primera Air svo fátt sé nefnt. Þjónusta ekki innifalin hjá þeim aðilum mikið.

En við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Sonur Ingólfs hefur ekki undan að telja peninga og Skúli Mogensen ekki undan að eyða þeim milljörðum sem rúlla í vasann á daglegum basa.

Þjónusta, virðing og vinsamlegheit greinilega stórlega ofmetið fyrirbæri…