Við leituðum hjá öllum innlendum ferðaskrifstofum og getum því staðfest að þar er engin Miðjarðarhafssigling í vor eða sumar í boði undir 400 þúsund krónur á mann. Við fundum hins vegar eina tveggja vikna ferð sem kostar 400 þúsund samtals fyrir tvo.

Fjórtán dagar undir vorsólinni við Miðjarðarhaf á fínu verði
Fjórtán dagar undir vorsólinni við Miðjarðarhaf á fínu verði

Sú sigling hefst frá Southampton á suðurströnd Englands og ekki ýkja langt frá Gatwick flugvelli og þaðan er siglt sem leið liggur næstu fjórtán daga um Miðjarðjarhaf. Meðal borga sem fyrir verða má nefna Barcelona, Ajaccio, Róm, Flórens, Pisa, Genóa og Marseille áður en haldið er til baka til Englands á ný.

Þessi túr er nú á sértilboði hjá breskri ferðaskrifstofu niður í 166 þúsund krónur á mann í innriklefa eða 332 þúsund á par eða hjón. Í ofanálag hendum við 60 til 70 þúsund í flugið til Englands og heim aftur og túrinn er okkar kringum 400 þúsund kall.

Það köllum við siglingu á frábæru verði. Nánar hér.