Glöggir lesendur hafa eflaust veitt því athygli að það er sjaldan sem við kynnum sérstaklega ódýrar ferðir með dönskum ferðaskrifstofum. Ástæðan einfaldlega sú að þær eru oftast nær ekki að bjóða neitt stórkostlegt. En á því eru vitaskuld undantekningar eins og nú þegar ein þeirra býður tveggja vikna túr til Tælands fyrir réttar 105 þúsund krónur á manninn.

Flug og gisting í Tælandi niður í 208 þúsund krónur á parið frá Danmörku.
Flug og gisting í Tælandi niður í 208 þúsund krónur á parið frá Danmörku.

Það er hin fyrrum fræga ferðaskrifstofa Spies sem þetta er að auglýsa og verður að segjast eins og er að er æði magnað ferðatilboð. Þó er um að ræða gistingu á tveggja til þriggja stjörnu íbúðahótelum og ekkert innifalið annað en flug frá Köben og gisting.

En það er líka kannski óþarfi að láta sig hafa allra lægsta pakkann. Við eigum oft meira og betra skilið og þá líka er ágætt að rúlla yfir önnur Tælandstilboð Spies. Ferð með merkilegra hóteli og jafnvel morgunverði og í stöku tilfellum hálfu fæði finnst hér líka og verðið ekkert hræðilega mikið hærra.

Auðvitað þarf svo að koma sér til Köben fyrir flugið til Asíu og heim aftur en sá pakki þarf ekki að kosta fúlgur. 20 til 25 þúsund krónur duga jafnvel út og heim ef vel er leitað.

Nánar hér.