Þegar þetta er skrifað eru hvorki Úrval Útsýn né Heimsferðir, stærstu ferðaskrifstofur landsins, með ferðir til Kanarí í boði í sumar á vefum sínum. Ferðir þangað daga uppi strax í mars. Þá er óvitlaust að skoða það sem í boði er frá Englandi.

San Augustín tilheyrir Maspalomas eins og Playa del Inglés. Mynd Travelbird
San Augustín tilheyrir Maspalomas eins og Playa del Inglés. Mynd Travelbird

Ekki þarf langt að fara eða rýna lengi áður en dottið er um tveggja vikna pakka í júní með öllu inniföldi á San Augustin strönd, sem er sú næsta við Playa del Inglés eða ensku ströndina. Þar hægt að eyða tveimur vikum í yfirlæti á þriggja stjörnu hóteli niður í 180 til 190 þúsund krónur á haus miðað við tvo saman frá Íslandi.

Pakkinn frá Gatwick í Bretlandi fæst niður í 120 þúsund krónur á mann á allnokkrum dagsetningum og þá vantar auðvitað flugið til og frá Englandi. Skjótum á 60 þúsund báðar leiðir og þannig fáum við út 180 þúsund alls plús þá klink til eða frá.

Sjálfsagt að skoða þetta hér.