Látum okkur sjá. Ætli einhver þarna úti hafi áhuga á tveimur vikum á hinni esótísku Balí með öllu inniföldu fyrir 350 þúsund krónur á par?

Aðeins meira fjör hér en í skafrenningnum heimavið. Mynd Mikaku
Aðeins meira fjör hér en í skafrenningnum heimavið. Mynd Mikaku

Ólíklegt. Íslendingar elska janúar- og febrúarmánuð heimafyrir. Ekki aðeins er húrrandi frostið heilsusamlegt heldur og góð líkamsrækt að þrælast gegnum snjóalög og skafa af bílnum. Svo ekki sé minnst á þá heilaleikfimi að finna út úr hvernig á að greiða jólavísað.

Þeim er ekki þykir þetta falleg mynd af hinum íslenska vetri, og þannig eru nú janúar og febrúar oftar en ekki, ættu kannski að setja 350 þúsund kall til hliðar og setja sig í stellingar. Frá Noregi er nefninlega í boði að njóta tveggja vikna á Balí í Indónesíu þessa mánuði niður í 148 þúsund krónur á mann!!! Sem er ekkert minna en frábært verð á frábærri ferð til frábærs staðar og allt innifalið líka.

Það er Travelbird sem þetta er að bjóða þessa stundina frá Osló vía Doha með hinu ágæta flugfélagi Qatar en dvalið er á þremur mismunandi hótelum á þremur mismunandi stöðum. Farangur innifalinn.

Hér ágætt að muna að einungis flug til Bali frá mörgum stöðum Evrópu kostar manninn vart undir 80 til 90 þúsund krónum. Í því tilliti kostar gistingin, maturinn og annað innifalið heilar 60 þúsund krónur í tvær vikur per haus.

Sem sagt: dúndurpakki í alla staði en við hér á Fróni þurfum að skjóta okkur til Osló og heim aftur og þá bætast þetta 30 til 40 þúsund krónur á kjaft ofan á pakkann. Heildarkostnaðurinn þannig í og við 350 þúsund á par, vini eða hjón. Sem er lægra verð en þú borgar fyrir allt innifalið ferð til Spánar héðan.

Nánar hér.