Nýtt ár og nýjar vonir og þrár. Kannski einn draumurinn sé ljúf sigling á lúxusskipi á Miðjarðarhafinu. Þá gæti þetta tilboð komið sterkt inn.

Saga Genóa er hvorki lítil né lettvæg í sögulegum skilningi. Mynd Paolo Margeta
Saga Genóa er hvorki lítil né lettvæg í sögulegum skilningi. Mynd Paolo Margeta

Skipafélagið P&O er að gera hosur grænar fyrir áhugasömum þessi misserin og bjóða duglega afslætti á tilteknum ferðum næstu mánuðina.

Eitt slíkt er í samstarfi við bresku ferðaskrifstofuna loveitbookit en þar er hægt að skemmta sér um borð í sjö daga á fullu fæði meðan siglt er milli sex eða sjö frábærra áfangastaða. Staða á borð við Feneyja, Rómar og Genóa auk stopps á Korfu og í Svartfjallalandi.

Reyndar er önnur sigling með sama skipi og á sama verði einnig í boði þennan tíma en þá hefst siglingin frá Genóa.

Slíkur túr með flugi til og frá London kostar manninn miðað við tvo saman í innriklefa 136 þúsund krónur í apríl og tíu þúsund krónum hærra í maí og júní. Það er rétt tæplega 40% lægra verð en gengur og gerist í slíkum ferðum og munar um minna fyrir krónueigendur á Íslandi. Það jafnvel þó íslenska krónan gefi sífellt meira eftir gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Engu að síður er vel hægt að gera sér dagamun við strendur Ítalíu í apríl með þessum hætti fyrir rétt rúmar 300 þúsund krónur á par eða hjón sé meðtalið fargjald til og frá Íslandi.

Allt um þetta hér. Hringja verður til að bóka.