Skip to main content

Velflestir landsmenn ættu á þessum tímapunkti að vera meðvitaðir um lággjaldaflugfélagið easyJet sem farið er að narta í Icelandair sem það flugfélag sem flýgur flestum til og frá landinu. Færri vita að fyrirtækið býður sérdeilis safaríka ferðapakka frá Bretlandi.

easyJet býður fleiri en bara flug. Mynd Clement Alloione

easyJet býður fleiri en bara flug. Mynd Clement Alloione

Skipulagðar ferðir easyJet er á pari við flugferðir félagsins og fáir bjóða ódýrari pakka en þeir ef kostnaður skiptir höfuðmáli. Þá er trixið að komast til Bretlands eins ódýrt og hægt er héðan og fljúga þaðan í pakkaferðir easyJet.

Við höfum bent áhugasömum á þennan möguleika oft áður en ítrekum nú sökum þess að easyJet er að veita 20% aukaafslátt ofan á valda ferðapakka sína þetta sumarið. Með tilliti til að ferðir þeirra almennt eru með þeim allra ódýrustu er bara bónus að fá tuttugu prósent ofan á það.

Um að gera að kíkja. Meðal þess sem til sölu er nú er flug og sjö nætur með hálfu fæði á Gran Hotel Bali á Benidorm niður í 59 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Vikudvöl á El Plantio í Alicante með hálfu fæði niður í 67 þúsund krónur eða viku á Palma Nova á Mallorca fyrir 60 þúsund krónur.

Lægstu fargjöld héðan til London á næstunni fást alveg niður í ellefu til tólf þúsund krónur án farangurs eða kringum 25 þúsund fram og aftur svo eitt dæmi sé tekið.

Gefðu þér tíma til að tvinna þetta tvennt saman svo henti og þú getur dúllast með kærastanum eða kærustunni á Mallorca í vikutíma með hálfu fæði fyrir alls 170 þúsund krónur plús klink til eða frá.

Það sleppur. Nánar hér.