Það er fagnaðarefni að einstaklingurinn að baki ferðavefnum Túrista hefur nú fengið vinnu hjá Fréttatímanum og skrifar nú reglulega ágætar ferðagreinar í það vikublað. Galli þó að blaðið virðist ekki ekki sjá ástæðu til að greiða honum fyrir.

Einstaklingurinn að baki túrista fær þessa ágætu auglýsingu fyrir neðan grein sem hann ritar sem blaðamaður Fréttatímans. Óboðlegt af hálfu blaðsins
Einstaklingurinn að baki túrista fær þessa ágætu auglýsingu fyrir neðan grein sem hann ritar sem blaðamaður Fréttatímans. Óboðlegt af hálfu blaðsins

Ferðafréttir fá alla jafna merkilega litla umfjöllun í blöðum landsins nema þá helst þegar svokölluð sérblöð eru gefin út en þau eru jafnan auglýsingar í dulbúningi og ferðaþjónustuaðilar greiða þar fyrir umfjöllun og ráða að öllu leyti efni og efnistökum.

Það er því jákvætt að fjallað sé um ferðir og ferðalög enda því sem næst allir Íslendingar sem ferðast erlendis reglulega nú til dags. Grein Kristjáns Sigurjónssonar um eyjurnar í sænska skerjagarðinum ágæt en það skemmir óneitanlega fyrir að beint undir þeirri grein er stór auglýsing frá Túrista.is.

Þetta bendir 99 prósent til að blaðið hafi boðið honum auglýsingu gegn greinaskrifum og þannig eiga fjölmiðlar ekki að vinna. Þeir eiga að greiða fyrir efni. Ellegar væri einfaldast að hóa bara reglulega í kynningarfulltrúa, talsmenn eða markaðsfólk fyrirtækja sem yrði ábyggilega ekki skotaskuld úr að skrifa frítt efni gegn auglýsingu.