Ferðamálayfirvöld á Norður Írlandi búast við allt að 200 þúsund ferðamönnum til viðbótar við hefðbundinn fjölda á næsta ári og það vegna þess að þá heldur borgin upp á hundrað ára afmæli Titanic en skipið fræga var byggt í Belfast.

Það segja ferðamálayfirvöld að gefi þeim sjálfsagðan rétt til að halda hundrað ára afmælishátíð sem sögð er til að minnast þess að hundrað ár eru ekki aðeins liðin síðan skipið var sett á flot heldur einnig frá því það sökk með rúmlega 1500 farþega þann 15. apríl 1912.

Óhætt er að tala um stórkostlegt endurreisnartímabil hvað viðkemur túrisma í Belfast og reyndar á öllu Norður Írlandi. Ekki er langt síðan landið hafði svipað aðdráttarafl fyrir ferðamenn og Bagdad og Líbanon en á aðeins fjórum árum hefur tekist að gera borgina að mjög spennandi kosti og ekki síst með tengingu við Titanic.

Hætt er þó við að Titanic hátíðin verði nú hálf innantóm. Skipasmíðastöðin sem skipið smíðaði er í niðurníðslu og ekkert er jú eftir af skipinu sjálfu. Þá er alltaf eitthvað undarlegt við að fagna afmæli einhvers sem horfið er af sjónarsviðinu.

Íslendingar komast ekki beint til Írlands né Norður Írlands frá landinu fagra í norðri en ódýrt er og auðvelt að fljúga með lágfargjaldaflugfélögum frá öllum helstu flugvöllum í London.