Skip to main content

P ortúgalska eyjan Madeira er ekki ýkja langt frá hinum vinsælu spænsku Kanaríeyjum sem við heimsækjum mörg hver árlega og sum oftar. Madeira hefur samt töluvert stórt forskot á Kanaríeyjarnar að mjög mörgu leyti.

Sé tillit tekið til þess að hægt er að fljúga beint frá Kanarí til Madeira á einni og hálfri klukkustund og það fyrir allt niður í átta þúsund krónur aðra leið með smá fyrirvara má undarlegt heita hversu fáir Íslendingar sækja Madeira heim. Hún býr yfir svo mörgu sem ætti að heilla ferða-, og fróðleiksþyrsta þó reyndar hún keppi ekki við Kanaríeyjurnar um sólbakaðar strendur og letilíf.

En hvað er það markverðasta að sjá eða gera á Madeira í stuttri ferð?

Höfuðborgin Funchal

Það er nánast vonlaust að heimsækja Madeira og ekki koma við í höfuðborginni. Sú er ekki Funchal by John Cookstór á neinn kvarða en þar sem vel yfir helmingur borgarinnar liggur í bröttum hlíðum getur verið flókið að skoða í þaula. Flestir sem reyna koma heim með mun þykkari kálfa og stærri lungu en áður. Töluvert er að sjá hér forvitnilegt en það er lega borgarinnar sem er pièce de résistance. Auðvelt að sitja á verönd á góðu hóteli með útsýni og bara njóta klukkustundum saman. Nánar má lesa um dásemdir borgarinnar í vegvísi okkar um Funchal hér.

Cabo Girao

Heimamenn fullyrða að Cabo Girao sé hæsta sjávarbjarg í allri Evrópu og vel kann að vera að Giraoþað sé rétt hjá þeim. Toppur þess nær 580 metrum en til samanburðar er Látrabjargið okkar heima „aðeins“ 441 metri. Þess utan er hægt að ganga örlítið út fyrir portúgalska bjargið á sérstökum glerpalli en ekkert slíkt er í boði vestur á fjörðum. Litlum orðum þarf að fara um útsýnið; hundrað prósent stórkostlegt. Að horfa beint niður í sjó af glerpallinum er ekki fyrir alla en sú upplifun lifir með öllum sem láta á reyna.

Brúðarslörið

Á norðurströnd eyjunnar í snarbröttum hlíðum skammt frá bænum Seixal gefur að líta getimagemagnaðasta foss Madeira sem gengur undir nafninu Brúðarslörið meðal heimamanna. Veu de Noiva heitir fossinn sá á frummálinu en það er töluvert öflug vatnsbuna sem brýst út í fallegum boga út úr berginu og niður í sjó. Almennt glæsileg sjón en hafa verður í huga að við Íslendingar eigum svo marga fallega fossa að flestir þeir erlendu standast lítinn samanburð. Það gildir líka um þennan.

Islas Desertas

Skammt sunnan við Madeira finnast fleiri fallegar eyjur sem saman ganga undir nafninu Islas desertasDesertas eða yfirgefnu eyjurnar. Á góðviðrisdegi má sjá þær glögglega frá suðurströnd Madeira og þær nokkuð tilþrifamiklar enda sverja sig meira í ætt við mikla klettadranga en eyjur. Hér er eðli málsins samkvæmt mikið fuglalíf en ekki síst er héðan alveg magnað útsýni til baka til Madeira. Islas Desertas eru lokaðar af og undir vernd hersins en takmarkaður fjöldi fólks getur þó heimsótt hluta þeirra í skamman tíma í senn. Það þess virði.

Bændamarkaðurinn

Í gamla borgarhluta Funchal er að finna Bændamarkaðinn, Mercado dos Lavradores. Töluvert

stór bygging á mælikvarða heimamanna og fjarri því aðeins bændamarkaður eins og nafnið gefur til kynna. Helmingur markaðarins er nefninlega fiskmarkaður. Á báðum stöðum handagangur í öskjunni alla liðlanga daga en keyrir fram úr hófi upp úr klukkan átta á morgnana þegar veitingahúsaeigendur koma í hrönnum að versla fyrir staði sína. Skemmtileg upplifun og engin lygi að allur fiskur á öllum veitingahúsum hér er eins ferskur og framast er unnt.

Monte

Merkilegt nokk þá er efsti hluti Funchal-borgar alls ekki hluti af Funchal. Svona dálítið eins Monteog Breiðholt væri ekki hluti af Reykjavík. Þessi partur heitir Monte og hér er brattinn svo mikil að sumar göturnar ná 40 gráðu halla. Sem sagt ekki staður fyrir göngutúra mikið. Á móti kemur að héðan er aldeilis magnað útsýni sem má njóta með hinni frægu kláfferju borgarinnar en endastopp hennar er á Monte. Hér líka einn stórfenglegasti lystigarður heims, Jardim Tropical Monte Palace, sem lesa má um hér og síðast en ekki síst hinir frægu tóboggar; bastsleðarnir sem notaðir voru til að ferja fólk niður í einum grænum og hægt er að prófa.

Gönguferðir

Á frummálinu heita þær levadas og nafnið á við um fjölda gönguleiða um alla eyju sem eiga levadaþað sameiginlegt að fylgja nokkuð nákvæmlega litlum steyptum skurðum sem hér voru gerðir um allt á sínum tíma til að færa vatn niður í byggðirnar. Sumar leiðirnar taka dag og jafnvel daga en fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru gengnar á tveimur til þremur tímum og henda flestum ef ekki öllum. Frábær leið til að kynnast þessari dúndurfallegu eyju í návígi og fjölmargir bjóða slíka túra ef þú treystir þér ekki á eigin vegum.

Víngerð Blandy´s

Líkt og gerist með púrtvínin frá Porto eru vín frá Madeira líklega það sem eyjaskeggjar eru blandyshvað montnastir með svona heilt yfir. Þau undantekningarlítið alltaf aðeins kölluð Madeiravín og það er framleiðandinn sem aðalmáli skiptir. Þar þykir Blandy´s fremstur jafningja enda haft hartnær 200 ár til að koma vínár sinni fyrir borð. Fyrirtækið rekur æði fínt vínhús í miðbæ Funchal þar sem fræðast má um söguna og framleiðsluna og sá túr töluvert betri með nokkrum glösum af hinum ýmsu tegundum sem til eru. Vínin eru heilt yfir góð en þetta eru brennd vín svo þau falla ekki öllum í geð.

Fjallasýn

Pico de Arieiro heitir þriðji hæsti tindur Madeira í rúmlega 1800 metra hæð og er tiltölulega Arieiroauðvelt heim að sækja ef þú hefur bifreið til umráða. Frá Funchal er hingað komist á hálfri klukkustund eða svo þó reyndar vegarspottinn upp og niður fari ekki vel í þá sem lofthræddir eru. Lofthrætt fólk ætti sennilega ekki að heimsækja Madeira því nánast allir vegir hér hanga í klettabeltum eða hömrum og beygjur krappari en janúarlægðir á Íslandi. Á góðvirðisdegi má sjá stóran hluta eyjarinnar héðan og ekki er mínus að hér er ágætur lítill veitingastaður svo hægt er að gefa sér tíma og njóta matar með.

Laurissilva skóglendið

Þó Madeira öll sé gróðri vaxin þá eru eiginlegir skógar ekki stórir ef frá er talið Laurissilva lauriskógurinn. Hér vaxa og dafna allnokkrar trjátegundir í afar bröttu og skornu landslagi sem heimamenn sjálfir segja flestir fallegasta hluta eyjunnar. Hér nokkrar af bestu gönguleiðum eyjunnar en eyjaskeggjar hafa líka séð um þá sem ekki hafa nennu til að rölta um og brölta. Víða hefur verið komið upp útsýnispöllum þangað sem auðvelt er að komast og fá himneska útsýn fyrir vikið. Aukaplús að hér finnst líka mesta dýra- og fuglalíf á eynni.

[