Áttu tvær vikur eða svo lausar í maí eða júní og veist ekkert hvað þú átt af þér að gera? Hljómar svo vitlaust að draga makann eða vininn í tíu daga ljúfan túr um norðurhluta Tælands? Dýrt? Svona rétt rúmlega 200 þúsund krónur á mann.

Tæland er töluvert meira en sólbakaðar strendur og kynlífstúrismi.
Tæland er töluvert meira en sólbakaðar strendur og kynlífstúrismi.

Bangkok, Chiang Mai, Chiang Rai, Ayutthaya eru þær tælensku borgir sem heimsóttar verða í hreint ágætri ferð Travelbird næstu mánuði. Hægt er líka gegn aukagjaldi að henda ofan á nokkrum nóttum á hinum eðalgóða strandstað Krabi sem nokkur fjöldi Íslendinga ætti að þekkja.

Túrinn atarna er í boði næstu mánuði langt fram á árið en til að komast í dýrðina fyrir 450 þúsund krónur á par þarf að drífa sig í maí eða júní.

Flogið er frá Osló og fjögurra stjörnu gisting allan tímann plús matur og aðgangur að söfnum að hluta til.

Til Osló er svo komist héðan fyrir rúmar 30 þúsund krónur á mann sem bætist þá ofan á þær 375 þúsund krónur sem túrinn kostar parið frá Noregi. Ergo: Tælandstúr fyrir 450 þúsund kallinn 🙂

Nánar hér.