Sé ennþá einhver þarna úti í vandræðum með að finna heppilega sólarferð næstu mánuði og setur framandi staði ekki fyrir sig gæti verið þess virði að halda alla leið til Sri Lanka.

Sri Lanka er sannarlega framandi Íslendingum. Mynd Brett Davies
Sri Lanka er sannarlega framandi Íslendingum. Mynd Brett Davies

Þangað er nú hægt að komast á tiltölulega hagstæðu verði gegnum England á fjölmörgum dagsetningum í tíu nátta ferðir þar sem þvælst er mikið um, gist á sex mismunandi stöðum og fjölmargt forvitnilegt skoðað í krók og kima með tilheyrandi enskumælandi leiðsögumanni. Engu að síður góður tími líka til sólbaða og slökunar.

Meðan heimsókna má nefna höfuðborgina Colombo, Negombo, Anuradhapura, Dambulla, Kandy og Nuwara Eliya (sjá kort).

Lægsta verð finnst í lok apríl þegar prís per mann miðað við tvo saman er 174 þúsund krónur eða 347 þúsund samtals á par eða hjón. Plús 50 þúsund krónur að komast til Bretlands og heim aftur sem gerir heildarferðakostnað kringum 400 þúsund alls.

Aðrar dagsetningar í boði en þá hækkar verð eitthvað til viðbótar. Sömuleiðis er aðeins morgunverður innifalinn og hægt að bæta úr því eftir óskum hvers og eins.

Meira hér.