Tvívegis hefur Norræna ferðaskrifstofan boðið dúndursiglingu frá Barcelona til Kanaríeyja með stoppi í spænsku borginni og hvert einasta pláss selst upp hraðar en heitar lummur. Nú kemst þú líka í sams konar ferð og það á töluvert lægra verði.

Ekkert að þessum dalli og líklega sólríkt á dekkinu alla ferðina. Mynd NCL
Ekkert að þessum dalli og líklega sólríkt á dekkinu alla ferðina. Mynd NCL

Við höfum áður fjallað um þessa líka indælis siglingu. Bæði þegar Norræna ferðaskrifstofan hóf að selja sínar ferðir hér og skömmu síðar bentum við ykkur á sömu siglingu á tilboði með breskri ferðaskrifstofu hér.

Þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin ber okkur skylda til að láta þig vita að enn ein slík siglingin, þann 16. mars nánar tiltekið, er á megatilboði hjá annarri breskri ferðaskrifstofu. Nú er komist í tíu nátta siglinguna frá Barcelona sem leið liggur til Kanaríeyja með stoppi í Marokkó og Portúgal á undir þrjú hundruð þúsund krónur á parið og flugið héðan til London og tilbaka tekið með í reikninginn. Það er sama verð á parið og kostaði einn einstakling í ferð Norrænu ferðaskrifstofunnar og því sparnaður upp á tæpar þrjú hundruð þúsund krónur.

En þá þarft þú að bóka flug til London og heim og koma þér á eigin spýtur að skipsfjöl í Barcelona. Allt um þetta hér.