Ritstjórn öll hefur mikla aðdáun á ferðum á vinsæla staði EFTIR að fjöldatúrismatíminn er liðinn. Staðir á borð við Barcelóna, Benidorm, Antalya og Algarve breytast skjótt til hins betra þegar vel er liðið á haustin. Sama gildir um Krít.

Ekkert að þessu. Krít í október.
Ekkert að þessu. Krít í október.

Það er til Krítar sem nú er komist með breskri ferðaskrifstofu í tíu nætur með öllu fæði á glænýju fimm stjörnu hóteli í byrjun október fyrir litlar 120 þúsund krónur á mann frá Bretlandi eða rúmlega 240 þúsund á par. Bætum við það 60 til 70 þúsund krónum héðan fyrir tvo með flugi til Bretlands og Krítarferðin getur verið okkar undir 300 þúsund krónum.

Hver er plúsinn við að fara svo seint á árinu þangað? Jú, með lækkandi sól lækka öll verð á eynni með. Túristabúllurnar annaðhvort loka eða fara aftur að gefa sig að heimafólki. Engin treður þér um tær á ströndinni og auðveldlega er þverfótað um helstu fornminjar. Með öðrum orðum: það er meiri heimabragur á öllum hlutum.

Mínusinn á móti að ekki er alveg jafn heitt (sem þarf þó ekki alltaf að vera mínus), og auðvitað er sjórinn kaldari og einhverja daga getur rignt líka. En áður en þú hendir þessum möguleika út af borðinu er óhætt að hafa í huga að daghitastig að meðaltali í október á Krít er milli 15 og 22 gráður. Það er sem sagt frábært íslenskt sumarveður á eynni í byrjun þess mánaðar.

Þegar við bætist ævintýraþráin og afar lágt verð er óhætt að láta slag standa ef þú spyrð okkur. Allt um þetta hér.