Fararheill hefur fengið töluvert af fyrirspurnum um ferðir til Tyrklands að undanförnu. Því fannst okkur ráð að benda áhugasömum á eitt ferðatilboð frá Bretlandi sem gæti kætt brúnaþunga og vetrarþreytta Íslendinga.

Ekkert amalegt við glænýtt hótelið í þessu tilfelli. Mynd Litori
Ekkert amalegt við glænýtt hótelið í þessu tilfelli. Mynd Litori

Um er að ræða tíu daga fimm stjörnu gistingu á Antalya í maí eða júní með það sem Bretinn kallar ultra allt innifalið. Sem þýðir herbergi með svölum eða verönd, nuddpakki innifalinn, ferðir til og frá og vín og ávextir á herbergi við komuna. Það í viðbót við þetta hefðbundna allt innifalið eins og mat og drykk.

Þessi pakki fæst á 128 þúsund krónur á mann miðað við tvo í tíu daga frá Gatwick eða 256 þúsund á parið.

Í viðbót á að vera hægt að komast til Bretlands kringum 60 til 70 þúsund á par fram og aftur og þannig heildarkostnaður kringum 320 þúsund krónur eða svo.

Við skoðuðum í þaula tilboðssíðu ferðaskrifstofunnar Nazar til að fá sem bestan samanburð. Nazar býður allt innifalið á fjögurra stjörnu hóteli í júní niður í 133 þúsund lægst á mann en þar hins vegar aðeins um vikuferð að ræða. Ferðirnar kosta því svipað nema ferð Bretanna þremur dögum lengri og hótelið betra líka. Á móti kemur að með Nazar er komist í beinu flugi sem er auðvitað stór kostur.

Þetta verður fólk að vega og meta hver fyrir sig en nánari upplýsingar um málið má fá hér.