Og hvert okkar á ekki skilið að svitna undir brennheitri Tælandssól með Mai Tai í hönd við freistandi kalda sundlaugina á gjafverði?

Já, þetta er raunverulega tekið á ströndinni við Khao Lak :)
Já, þetta er raunverulega tekið á ströndinni við Khao Lak 🙂

Auðvitað eigum við svoleiðis lúxus inni. Búin að þræla enn einn kaldann veturinn en samt grynnkar ekkert á skuldunum.

Þá er margt til vitlausara en spreða heilum 140 þúsund krónum í góðan tíu daga túr til Khao Lak í Tælandi sem er í suðurhluta landsins skammt fyrir ofan Phuket. Þar gist á fjögurra stjörnu flottu nýlegu hóteli og lífsins notið eins og enginn sé  morgundagurinn.

Þetta fína tilboð er í boði ferðaskrifstofu Emirates flugfélagsins og gildir um ferðir frá London. Engar áhyggjur, við vorum búin að bæta flugkostnaði til og frá London við 140 þúsund krónurnar. Sjáðu til, ferð Emirates kostar ekki nema 113 þúsund krónur. Hendum inn 30 þúsundum í flug til London og heim og við erum gróflega kringum 140 þúsund alls.

Ekki nóg með það. Ef þú átt pening sem þú notar ekkert er minnsta mál að kaupa meiri þjónustu. Smelltu þér á allt innifalið pakkann líka og við bætast 80 þúsund krónur á kjaft. Það er samt tiltölulega gott verð ef þú spyr okkur.

Tilboð Emirates hér.