Ekki er öll nótt úti að negla Kúbuferð og taka inn fræga stemmninguna þar í landi áður en Kaninn veður yfir allt á skítugum skónum. Secret Escapes er að auglýsa ágætan 10 nátta túr þangað frá Bretlandi í júní og júlí og lægsta verð um 360 þúsund á par.

Aldrei of seint að heimsækja Kúbu. Mynd Tal Pan of HK
Aldrei of seint að heimsækja Kúbu. Mynd Tal Pan of HK

Ferðin sú hækkar sennilega í rétt rúmar 400 þúsund krónur fyrir sama par með flugi til London og heim aftur en það engu að síður dágóður prís alla leið til Kúbu og ekki síst þar sem allt er nú innifalið.

Gallinn, ef galla skyldi kalla, að um er að ræða klassíska Varadero/Havana ferð þar sem ferðafólk sólar sig í tætlur á dauðhreinsaðri strandlengju Varadero og fær keim af höfuðborginni svona í og með. Lítið færi gefst til að þvælast alvarlega um, sem að okkar mati er besta leiðin að heimsækja Kúbu.

En maður fær yfirleitt ekki allt sem maður vill og sjálfsagt að grípa þetta tækifæri og sóla sig undir Karíbahafssól í stað Miðjarðarhafssólar þetta sumarið og það á hliðstæðu verði líka 🙂

Allt um þetta hér.