Hingað til hefur verið þrautin þyngri að komast auðveldlega frá Evrópu til annarra staða í suðaustur Asíu en Bangkok, Hong Kong eða stærri borga í Kína og Japan. Þetta breytist aðeins til batnaðar í júní á næsta ári þegar Finnair hefur beint áætlunarflug milli Helsinki og Hanoi í Víetnam.

Sérdeilis góðar fréttir fyrir Asíuelskendur og af þeim er nóg hér á landi. Ekki er heldur mínus í kladdann að flugfélagið finnska, sem er besta flugfélag Norðurlanda, ætlar að bjóða þessar ferðir sínar á gjöldum sem eru mjög samkeppnishæf.

Flug fram og til baka í júlí næstkomandi fæst þannig þegar þetta er skrifað á 110 þúsund krónur með einni 23 kílóa tösku. Það er ekkert lággjaldaverð en heldur ekki neitt frámunalega dýrt miðað við flest annað sem í boði er.

Og nota bene, Finnair verður með þessu eina evrópska flugfélagið sem býður upp á beint flug til þessarar stórborgar Víetnam og ekki er annað vitað en Icelandair haldi áfram reglulegu flugi sínu til Helsinki. Það verður ekki mikið einfaldara að komast til framandi borga Asíu en nú.

Heimasíða þeirra hér.