Það er líklega til marks um sívaxandi vinsældir Íslands að nú eru meira að segja Finnar, sem mörgum hverjum finnst notalegra að hanga heimavið í koti en þvælast á erlendar slóðir, farnir að fjölmenna til landsins. Svo mjög að ríkisflugfélagið Finnair hefur reglulegt áætlunarflug innan tíðar milli Keflavíkur og Helsinki.

Loks samkeppni til Finnlands og engum ætti að koma á óvart að Icelandair er aftast á meri.

Sú leið hefur lengi vel verið í boði með Icelandair sem sinnt hefur ferðum til Finnlands dável verður að segjast. En eins og alltaf þegar fyrirtæki situr eitt að köku þá vill græðgin blinda og menn taka eins stóra sneið og framast er unnt á kostnað neytenda. Fargjöld til Helsinki með Icelandair því gegnum tíðina verið tiltölulega feit og drjúg eins og Sigmundur Davíð eftir skyrkúrinn.

Ekki var ástæða til bjartsýni þegar fregnaðist að Finnair ætlaði að hefja flug hingað til lands sökum þess að þeir finnsku hafa lengi verið í samkrulli við íslenska flugfélagið líkt og SAS og ekki hefur hið síðarnefnda boðið merkileg fargjöld til handa Íslendingum enn sem komið er.

En viti menn! Finnarnir koma óvenju sterkir inn og samkvæmt stikkprufum ritstjórnar á fjórum mismunandi túrum til Finnlands og heim aftur hefur Finnair vinninginn í 100 prósent tilfella. Munurinn talsverður á köflum eins og sjá má á meðfylgjandi töflu.

* Úttekt gerð kl. 08.30 þann 9. mars 2017 hjá báðum aðilum samtímis. Lægsta verð fram og aftur á umræddum dagsetningum. Ein taska fylgir með hjá báðum og þjónusta önnur keimlík.