Að embættismönnum frátöldum eru kannski ekki sérlega margir með Brussel hátt á óskalistanum. Borgin fremur dýr og miðað við stærð engin ósköp að skoða. En þyki borgin spennandi og tími ekkert af skornum skammti er til leið að komast þangað á mun lægra verði en í beinu flugi með Icelandair.

Frá London til Brussel með hraðlest tekur aðeins tvær klukkustundir. Mynd Jasin
Frá London til Brussel með hraðlest tekur aðeins tvær klukkustundir. Mynd Jasin

Engin er samkeppnin á þeirri flugleið flugfélagsins sem kannski útskýrir hvers vegna lægsta verð fram og aftur í yfirstandandi mánuði eru tæpar 80 þúsund krónur.

En hvað ef við segðum ykkur að þangað er komist allt niður í 40 til 50 þúsund. Það er vel hægt ef flýtir er ekki lykilatriði heldur ferðalagið og að njóta.

Í því dæminu kaupir fólk til dæmis ódýrustu fargjöld Wow Air til London sem fást allt niður í rúmar tíu þúsund krónur aðra leið og frá London er svo stokkið beinustu leið á St.Pancras lestarstöðina þar sem Eurostar hraðlestirnar koma og fara. Það er nefninlega sumarútsala á ferðum Eurostar þessi dægrin og út ágúst og ferð fram og aftur til Brussel kostar ekki nema rúmar átján þúsund á lægsta verði.

Lestartúrinn, ólíkt því sem margir halda tekur ekki nema tvær klukkustundir, lestirnar eru afskaplega fínar og þægilegar og ekki skemmir fyrir að upplifa einu sinni eða svo að þjóta gegnum Ermasundsgöngin.  Franska borgin Lille er líka á þessari leið og vel hægt að stoppa þar líka kjósi fólk að sig um meira.

Með þessu móti þarf helgarferð til Brussel ekki að kosta svo mikið og allavega helmingi ódýrara á par eða hjón en beint flug með Icelandair.

Svo finnur fólk allra, allra bestu verð á gistingu hér að neðan og nýtur lífsins fyrir lítinn pening.