Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur smellt tilboðsverði á töluvert af sólarferðum sínum næsta sumarið sem gæti hugnast ýmsum þeim hér á landi sem vilja feta ótroðnar slóðir.

Lækkað verð á flugi beint í sólina í sumar hjá Norwegian.
Lækkað verð á flugi beint í sólina í sumar hjá Norwegian.

Með ótroðnum slóðum eigum við ekki við að fara utan alfaraleiða heldur að fljúga á staði sem ekki eru í boði héðan. Flug frá Osló til stórgóðra borga á borð við Aþenu, Istanbúl, Split, Tel Aviv og Feneyja fást á lækkuðu verði þessa stundina hjá norska flugfélaginu.

Skoðun Fararheill leiðir ennfremur í ljós að komist er milli Keflavíkur og Osló og aftur til baka yfir hásumarið niður í 25 þúsund krónur á mann án farangurs og með þeim hætti má halda för áfram til Aþenu fyrir 55 þúsund í heildina, Möltu fyrir 65 þúsund í heildina eða þess vegna til Varna í Búlgaríu fyrir sama verð þegar þetta er skrifað.

Annars er athyglisvert að sjá hvaða staðir eru vinsælli en aðrir hjá norska flugfélaginu. Það má lesa af sérstaklega háu verði í samanburði við annað en hjá Norwegian eins og öðrum hækkar verð með aukinni eftirspurn og eftir því sem nær dregur.

Þannig er ljós að margir ætla sér til Ibiza á djammið þetta sumarið en ekki síður forvitnilegt að moksala virðist vera til Tel Aviv í Ísrael og áhugi er sömuleiðis töluverður að komast til Sikileyjar og Korsíku.

Kíkið á þetta hér.