Þeir sem standa að baki nýjasta rútufyrirtæki Frakklands, sem hefur náð gríðarlegum vinsældum á skömmum tíma, eru líklega ekki að taka lífið of alvarlega. Eða hvers konar manneskjur skíra nýtt rútufyrirtæki BlaBlaBus?

BlaBla rútufyrirtækið hefur notið fádæma vinsælda á örskotstíma enda komist hingað og þangað víða í Evrópu fyrir klink og kanil.

Já, þú dróst rétta ályktun. Bla bla á frönsku þýðir það sama og blah blah á ensku eða bara bla bla á íslensku. Þú veist, þetta sem við hugsum mörg um innantómt blaður flestra okkar þingmanna.

BlaBla rútufyrirtækið er tiltölulega nýtt fyrirbæri, stofnað 2012, sem býður rútufargjöld á algjöru brandaraverði víða um Evrópu en þó sérstaklega í Frakklandi og Þýskalandi.

Svo þú vilt dæmi um prísana?

Líttu hér til hliðar sem eitt einasta dæmi. Rútutúr í eina og hálfa klukkustund milli Lyon og Grenoble kostar manninn 450 krónur!!!

Við gætum vel tekið mun fleiri dæmi eins og til dæmis að greiða 2.200 krónur fyrir sjö stunda rútutúr frá Bordeaux til Barcelóna.

Með öðrum orðum algjört djók. Extra mikið djók þegar haft er hugfast að allar rútur BlaBla eru glænýjar eða mjög nýlegar, sætin þægileg og plássið gott, wi-fi alltaf innifalið frítt um borð og í þokkabót geta allir farþegar druslað með sér TVEIMUR 23 kílóa töskum ef þeim svo sýnist án nokkurs aukakostnaðar.

Til samanburðar þá kostar eins og hálfs tíma rútutúr með þreyttum Strætó frá Reykjavík til Hvolsvallar tæpar fjögur þúsund krónur og þá þarf að sitja í sætum sem eru harðari en bekkirnir í gúlagi Stalíns voru í Síberíu.

Þjóðráð að kíkja á BlaBlaBus ef þvælast á ódýrt um Evrópu á næstunni.