Hafir þú einhvern tíma haft löngun í að bragða dádýr, hunda, ketti, apa, krókódíla eða önnur þau dýr sem látast þegar þau verða fyrir bílum á þjóðvegum er um fjölda veitingastaða að ræða sem sérhæfa sig í slíku gómsæti.

Slíkir staðir finnast ótrúlega víða í Bandaríkjunum og Ástralíu og fá, merkilegt nokk, ágætar einkunnir meðal ferðalanga á vef TripAdvisor.

Tveir slíkir staðir eru sérstaklega frægir vestanhafs og báðir heita þeir Roadkill Cafe. Býðst öllum sem eru svo ólánssamir að drepa dýr á vegum úti að koma með hræið og láta matbúa eftir kúnstarinnar reglum. Mottó beggja staða hið sama: You kill it, we grill it. Ferskara verður það ekki segja þeir sem til þekkja.

Sá fyrri er við hinn fræga þjóðveg 66 í Bandaríkjunum nánar tiltekið í bænum Seligman í Arizóna en hinn seinni finnst í grennd við Mindel strönd í borginni Darwin í Ástralíu.