Ekki komast allir til himnaríkis Biblíunnar og heldur komast ekki allir upp þrönga leiðina til himnaríkis upp Ha´iku dalinn á eynni O´ahu á Hawaii.

Ekki árennilegur stiginn til himnaríkis sem svo er kallaður
Ekki árennilegur stiginn til himnaríkis sem svo er kallaður

Á toppi hömrum þeirra sem þann dalinn umlykja er komist upp þröngan stálstiga sem á köflum liggur beint við hlið snarbratta klettaveggja og ekkert annað en handriðið skilur frá bráðum dauða.

En stiginn er ekki allra. Á honum eru hvorki fleiri né færri en 3922 þrep og hægt að svitna allnokkrum kílóum að klifra alla leiðina enda toppurinn í 850 metra hæð á stað sem nefnist hinu þjála nafni Pu´ukeahiahoe.

Þetta væri eflaust afar fjölsóttur ferðamannastaður væri hann opinn enda útsýni héðan ekkert minna en stórkostlegt. En sökum landadeilna hefur enn ekki verið opnað formlega þó gert hafi verið við stigann fræga fyrir tugmilljónir króna fyrir fáum árum.

Það breytir ekki því að samkvæmt trú innfæddra á Hawaii er þetta akkurat leiðin til himnaríkis Guðs. Góða ferð!


Sjá Stiginn til himnaríkis á stærra korti